- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Nemendur í 10. bekk munu þreyta svokallað PISA próf 23. mars næstkomandi. PISA stendur fyrir Programme for International Student Assessment og er styrkt af Efnahags og framfarastofnuninni (OECD). PISA 2015 er sjötta PISA rannsóknin en fyrst var hún framkvæmd árið 2000. Að þessu sinni taka yfir 70 lönd þátt. Megineinkenni PISA rannsóknarinnar eru eftirfarandi: Hún er stærsta alþjóðlega menntarannsókn heims. Hún er lögð fyrir 15 ára nemendur. Á Íslandi taka allir nemendur í 10. bekk þátt í fyrirlögninni og 15 ára nemendur á öðrum skólastigum. Hún safnar upplýsingum um kennsluaðferðir og kennsluhætti þátttökuríkjanna. Þátttaka í PISA er mikilvæg því niðurstöðurnar má nota til að ná eftirfarandi markmiðum: Til að meta hversu vel íslenskir nemendur eru undirbúnir fyrir áframhaldandi nám eftir að skyldunámi lýkur. Til að skólar, sveitarfélög, ráðuneyti og menntakerfið í heild sinni geti greint þau svið sem helst þarf að bæta. Til að bera saman færni nemenda og námsumhverfi þeirra í ólíkum löndum. Frekari upplýsingar um PISA er að finna í útgefnu efni Námsmatsstofnar http://www.namsmat.is og á heimasíðu PISA hjá OECD http://www.pisa.oecd.org. Umsjónarkennarar í 10. bekk auk stjórnenda hafa unnið að kynning á prófinu og undirbúningi með nemendum á liðnu misseri. Föstudaginn 13. febrúar komu svo Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri og Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri í heimsókn til nemenda. Þau ræddu um prófið og mikilvægi þess við nemendur, hvöttu nemendur til að gera sitt allra besta, sýna þrautseigju og sanna hvað í þeim býr. Heimsóknin var uppörvandi og skemmtileg bæði fyrir nemendur, kennara og gestina sjálfa.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is