Ólympíuhlaupið og fyrirlestur

Á föstudaginn sl. endaði Sandgerðisskóli Heilsuvikuna með þátttöku í Ólympíuhlaupinu (áður Norræna skólahlaupinu).
Hlaupið er haldið ár hvert í öllum skólum á Norðurlöndunum og er það haldið til að hvetja nemendur til aukinnar hreyfingar.
Nemendur og starfsfólk skólans hlupu samtals 1696 km, en til samanburðar er til dæmis hringvegurinn okkar 1321 km!
Þeir nemendur sem hlupu meira en 7,5 km í 1. – 6. bekk og meira en 10 km 7. – 10. bekká innan við klukkutíma fengu titilinn Skólahlaupsmeistarar 2024. 

Ólympíuhlaupið  Ólympíuhlaupið

Sama dag fengu nemendur í 7. - 10. bekk fyrirlestur um samskipti, sjálfstraust og samfélagsmiðla á vegum Suðurnesjabæjar. Viljum við í kjölfarið vekja athygli á fyrirlestri fyrir foreldra/forsjáraðila í Samkomuhúsið í Sandgerði þriðjudaginn 8. október kl. 19:30. Það er mikilvægt að foreldrar fái innsýn í þau mál sem börn þeirra glíma við, sérstaklega þegar kemur að samfélagsmiðlum og samskiptum.

Ólympíuhlaupið Foreldrafræðsla

Smellið hér til að sjá fleiri myndir frá deginum