Nýr húsvörður hefur tekið til starfa

Í lok árs 2016 var starf húsvarðar auglýst til umsóknar. Úr hópi fimm umsækjenda var Hannes Jón Jónsson ráðinn til starfsins í byrjun árs og hóf hann störf 18. janúar sl. Í rökstuðningi fyrir ráðningu hans segir m.a. auglýst var til umsóknar starf verkefnisstjóra og umsjónarmanns eigna skólans. Í auglýsingu var formleg iðnmenntun sögð vera kostur sem og reynsla á sviði umsjónar með fasteignum. Áhugi og metnaður fyrir vinnu með börnum á grunnskólaaldri voru tiltekin sem skilyrði. Konur jafnt sem karlar voru hvött til að sækja um starfið. Hannes Jón Jónsson er með sveinspróf í húsasmíði frá VMA, hann hefur þjálfararéttindi UEFA – A og UEFA B (Bretlandi og Íslandi). Hann hefur góða reynslu af starfi með börnum og unglingum í gegn um knattspyrnuþjálfun, hefur starfað lengi sem húsasmiður, verið húsvörður í íþróttamannvirkjum, farið með mannaforráð, unnið að uppbyggingu og breytingum innan starfsstöðvar sinnar, skipulagt vinnu sína sem og annarra, farið með verkstjórn yfir börnum og fullorðnum og hefur reynslu af sambærilegu starfi hjá Íþróttafélaginu Þór á Akureyri. Hann hefur reynslu, áhuga, metnað og ákveðnar hugmyndir að vinnu með börnum og fékk góð meðmæli fyrrverandi vinnuveitanda.   Við bjóðum Hannes Jón velkominn til starfa og óskum Agli Ólafssyni, fráfarandi húsverði alls hins besta.