Nýr bæklingur frá ADHD samtökunum.

ADHD samtökin hafa nú látið þýða á pólsku, bækling með grunnupplýsingum um ADHD. Bæklingurinn nefnist "Co To Jest" - Hvað er ADHD? Lech Mastalerz, sendifulltrúi Póllands á Íslandi tók við fyrsta eintakinu í sendiráði Póllands í morgun.

Bæklingurinn er framleiddur með aðstoð velunnara ADHD samtakanna, m.a. Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.

Pólverjar eru sem kunnugt er fjölmennasti innflytjendahópurinn á Íslandi. Á tíunda þúsund Pólverjar eru hér á landi eða um 3% landsmanna. Þar af eru að minnsta kosti 1.500 börn.

Aðrir bæklingar frá ADHD samtöknumum sem starfsfólk Grunnskólans vill benda á: 

  Hvað er ADHD_isl  Útskýrir í stuttu máli einkenni ADHD og möguleg úrræði.

   Hvað er ADHD_polska - CO - TO jest  ADHD 
        Útskýrir í stuttu máli einkenni ADHD og möguleg úrræði.

 ADHD stelpur Útskýrir hvernig einkenni ADHD birtast hjá stúlkum, en þau eru                   gjarnan ólík birtingamyndinni hjá drengjum.
      Þá er einnig fjallað um greiningu og meðferðarúrræði.

 ADHD börn  - Útskýrir helstu einkenni hjá börnum, greiningu og meðferðarúrræði.

  ADHD utan skólastofunnar - Upplýsingabæklingur fyrir allt starfsfólk grunnskóla. 


Fyrir áhugasama þá er gagnlegt að skoða heimasíðu ADHD samtakanna ADHD.is

heimild: adhd.is