- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Nú á vormánuðum lét Nemendaráð Sandgerðisskóla framleiða nýjar skólapeysur. Öllum nemendum skólans ásamt starfsfólki bauðst að kaupa þær og voru viðtökurnar framar björtustu vonum. Auk þess að vera með Sandgerðisskóli prentað á hægri ermi er ártalið 1938 prentað aftan á peysunar, en það er upphafsár skólastarfs við Skólastræti í Sandgerði. Það má því segja að nýju skólapeysurnar séu í afmælisútgáfu. Í upphafi næsta skólaárs verður boðið upp á að panta peysur af sömu tegund þannig að þeir nemendur sem ekki keyptur peysur nú geta gert það í haust.
Á myndinni með fréttinni má sjá þegar fulltrúar úr nemendaráði afhentu skólastjóranum nýju peysuna.
[gallery columns="5" ids="14501,14502,14505"]
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is