- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Föstudaginn 2. september mun sérstök opnun á Norræna skólahlaupið fara fram í Grunnskólanum í Sandgerði. Öllum nemendum stendur til boða að taka þátt. Á undanförnum 30 ár hafa nemendur skólans verið duglegir að taka þátt og sérstaklega gaman að fá þann heiður að vera opnunarskólinn í ár. Aðilar frá ÍSÍ munu mæta á svæðið en með þeim í för verður lukkudýrið Blossi og MS mun gefa þátttakendum mjólk að hlaupinu loknu. Þá munu tveir afreksíþróttamenn á vegum FRÍ (Frjálsíþróttasamband Íslands) mæta á svæðið og vera með stutt erindi fyrir unglingana. Það eru þeir Ari Bragi Kárason fljótasti maður Íslandssögunnar (Íslandsmethafi í 100m) og Guðni Valur Guðmundsson Ólympíufari og kringlukastari. Á morgun eigum við von á skemmtilegum og viðburðaríkum degi og hvetjum við foreldra og forráðamenn til að kíkja í skólann á morgun, sem og aðra daga. Yngri nemendur munu hlaupa af stað um kl. 10:00, á sama tíma hitta unglingarnir Ara Braga og Guðna Val og fara svo út að hlaupa um kl. 10:30.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is