Norðurlöndin - 6. VG

Nemendur í 6. VG hafa á síðustu vikum unnið að stóru verkefni um Norðurlöndin í samfélagsfræði hjá henni Fríðu. Þau settu upp lokahátíð, buðu foreldrum sínum, kennurum og öðrum nemendum að koma og sjá afraksturinn, sem var vægast sagt glæsilegur. Nemendur kynntu löndin, sýndu muni frá löndunum og buðu uppá þjóðlegt góðgæti. Fjölmargir gestir litu við og var hátíðin og verkefnið allt nemendum til sóma.

Fleiri myndir frá lokahátíðinni eru í myndasafni HÉR