- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Bikarmót Íslands í taekwondo var haldið í Íþróttahúsinu okkar hérna í Sandgerði. Þar vann Daníel úr 6. bekk til gullverðlauna í bardaga og silfur verðlauna í formum. Karel í 10. bekk fékk gullverðlaun og Sverrir bekkjarfélagi hann fékk silfur. Daníel Arnar í 7. bekk fékk silfurverðlaun, Benjamín Smári í 7. bekk vann tvenn gullverðlaun og Gísli fékk brons. Einnig sá Karel um dómgæslu á laugardeginum þegar keppendur yngri en 12 ára kepptu.
Brynballet var með árlegu jólasýningu sína um helgina og þar átti Grunnskólinn nokkra þátttakendur sem stóðu sig allir mjög vel. Rakel og Rebekka í 9. bekk, Elísabet, Eydís og Kristín Björg allar úr 1. bekk voru þar og Þórey, Alla og Amelía úr 2. bekk.
Einnig spilaði Gestur Leó úr 10. bekk sinn fyrsta meistaraflokksleik með Reyni í körfuboltaen Reynir spilaði á móti Tindastól frá Sauðárkróki.
Við erum stolt af okkar krökkum.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is