- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Til hamingju!
Frábær árangur nemenda á samræmdum prófum í 10. bekk. Niðurstöður úr samræmdum prófum í 10. bekk voru að berast. Nemendur 10. bekkjar stóðu sig afar vel og náðu þeim árangri að komast yfir landameðaltal í stærðfærði. Meðaltal árgangsins er yfir þeim markmiðum sem skólinn setti sér í framtíðarsýn sinni og árangur skólans sá þriðji besti á Reykjanesi.
Landsmeðaltal er 30 og meðaleinkunnir árgangsins eru:
28,38 í íslensku
31,25 í stærðfæði
28,93 í ensku
Þetta er besti árangur skólans í ensku og stærðfræði og annar besti árangur í íslensku. Tíundi bekkur í fyrra náði meðaltalinu 28,78 í íslensku.
Eins og sést á meðfylgjandi tölum er þetta afar góður árangur og fyllsta ástæða til að óska nemendum til hamingju með hann.
Óskum öllum hlutaðeigandi; nemendum, kennurum og foreldrum, hjartanlega til hamingju með árangurinn. Sérstaka athygli vekur einstaklega góður árangur í stærðfræði.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is