Nemendur 10. bekkjar á Skólaþingi

Árgangur 2007
Árgangur 2007

Á miðvikudaginn fóru nemendur 10. bekkjar ásamt umsjónarkennurum, stuðningsfulltrúa og námsráðgjafa í Reykjavíkurferð.

Fyrsti staður sem við heimsóttum var Skólaþing en þar fóru nemendur í gegnum það hvernig frumvarp er sett fram. Nemendur stóðu sig vel og fengu mikið hrós fyrir sveigjanleika þegar tæknin stríddi og fyrir öflugar og áhugaverðar umræður í þingsal.

Næst lá leiðin í Tækniskólann en þar fengum við kynningu á námsleiðum, félagsstarfi og aðstæðum skólans. Nemendur voru mjög áhugasamir enda margt að skoða.

Borgarholtsskóli var næsti staður, þar skoðuðum við aðallega aðstöðu bílgreina og fengum góða kynningu á starfinu hjá þeim, ásamt kynningu à öðru starfi skólans. Nemendum þótti mikið til koma og ekki skemmdi fyrir að hitta fyrrum skólafélaga sem stunda nú nám í Borgó.

Lokaheimsóknin var svo á RÚV þar sem við fengum kynningu á húsnæðinu og starfinu sem fer fram hjá þeim. Enn og aftur fengu nemendur mikið hrós, hópurinn var sagður áhugasamur og einstaklega ljúfur.

Að loknum frábærum heimsóknum þá enduðum við daginn á að fara út að borða saman.

10. bekkur á Skólaþingi 10. bekkur á Skólaþingi 

10. bekkur á Skólaþingi 10. bekkur á Skólaþingi

10. bekkur á Skólaþingi 10. bekkur á Skólaþingi

10. bekkur á Skólaþingi 10. bekkur á Skólaþingi

Smellið hér til að sjá fleiri myndir frá deginum.