Nemendafélagið styrkir gott málefni – Bleiku snúðarnir gáfu vel

Nemendafélag Sandgerðisskóla stóð fyrir fjáröflun í bleikum októbermánuði þar sem þau buðu til sölu bleika snúða frá Sigurjónsbakarí. Snúðarnir voru seldir á a.m.k. 300kr. stykkið og gat fólk borgað það sem vildi fyrir snúðinn. Salan gekk mjög vel og seldu þau tæplega 500 snúða og söfnuðust 115.000kr.  Nemendafélaginu fannst það mest viðeigandi að styrkja málefni sem tengdist börnum og var Styrktarfélag Krabbameinssjúkra Barna fyrir valinu. Nemendafélagið þakkar góðar móttökur í sölunni og er stolt að því að styrkja gott málefni.

Nemendaráð 2021-2022

 

 

 

 

 

 

Nemendafélag Sandgerðisskóla