- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Þriðjudaginn 18. feb. sl. fóru nemendur ásamt umsjónarkennara og náms- og starfsráðgjafa í menningar og vinnuferð til borgarinnar. Nemendur spreyttu sig á starfi stjórnmálamanna, lögðu fram frumvörp og breytingatillögur, stóðu sig sérlega vel og víst að það séu einhverjir framtíðar þingmenn í hópnum.
Nemendur heimsóttu svo þrjá skóla og kynntu sér sérstöðu þeirra en það voru Fjölbrautarskólinn í Breiðholti, Verslunarskóli Íslands og Borgarholtsskóli.
Um miðjan daginn fórum við svo í kynningu í Ríkisútvarp Sjónvarp, þar tók á móti okkur Gunnar Baldursson leikmyndahönnuður og leiddi okkur um stofnunina. Meðal annars fengu nemendur að hitta búninga og leikbrúðuhönnuð og þar hitti Hilmar uppáhalds goðin sín úr barnæsku, þá Glám og Skrám að ógleymdum Páli Vilhjálmssyni.
Eftir stífa dagskrá fór hópurinn saman út að borða á Hamborgarfabrikkuna og á leið heim vildu nemendur fá að sjá Klepp sem er aðalsögustaður Engla Alheimsins sem nemendur eru að lesa í íslensku.
Dagurinn var vel nýttur í hin ýmsu viðfangsefni og hópurinn þreyttur þegar þau komu í hús klukkan að verða hálftíu um kvöldið. Nemendur stóðu sig glæsilega í verkefnum dagsins og svo sannarlega gaman að vera með þeim.
Með kveðju !
Hilmar & Ragnhildur
Smellið HÉR til að skoða fleiri myndir úr ferðinni.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is