- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Nemendur í 9. bekk voru að skila af sér verkefni sem er manneskja í raunstærð. Markmiðið var að útbúa líffæri og bein, svo voru hlutirnir settir á réttan stað. Allir nemendur unnu þetta verkefni saman og var ákveðið í upphafi að stúlkurnar gerðu sinn líkama og strákarnir fyrir sig og var útkoman hjá þeim frábær. Það var gaman að fylgjast með nemendum hanna líkamann sinn og besta við þetta verkefni er að hver og einn getur sýnt sinn styrkleika. Til dæmis eru sumir flínkir að lita, teikna, finna upplýsingar, skrifa og auðvitað hanna verkefnið. Þess vegna er þetta verkefni í miklu uppáhaldi í náttúrufræðinni.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is