- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Nemendur 6. bekkjar unnu skemmtilegt verkefni í samfélagsfræði. Verkefnið heitir: Lýðræði er leikur einn og við vinnu sína við verkefnið unnu nemendur með Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna og kynntu sér mannréttindi af ýmsum toga. Unnið var með samfélagsábyrgð, jafnrétti og lýðræði. Í lokinn unnu nemendur saman í hópum og gerðu verkefni tengt nærsamfélagi sínu í Suðurnesjabæ, þar kom fram hvaða breytingar þeir myndu vilja sjá þar. Verkefnin kynntu nemendur fyrir nemendum í 5. bekk sem lauk með lýðræðislegri kosningu, gaman er að segja frá því að betri íþróttaaðstaða var það verkefni sem skaraði fram úr og vilja nemendur fá Íþróttahöll fyrir ýmsar íþróttir í Suðurnesjabæ. Nemendur höfðu gaman af því að vinna við þetta verkefni eins sjá má á meðfylgjandi myndum.
Smellið hér til að sjá fleiri myndir frá verkefnavinnunni.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is