- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Stóru- Vogaskóla í ár. En þetta er í tuttugasta og áttunda skiptið sem Sandgerðisskóli tekur þátt í keppninni. Nemendur úr Gerðaskóla, Sandgerðisskóla og Stóru- Vogaskóla tóku þátt.
Undirbúningur Stóru upplestrarkeppninnar hefst á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember, hjá öllum nemendum í 7. bekk. Kjörorð verkefnisins eru að nemendur læri að vanda flutning og framburð íslensks máls, læri að njóta þess að flytja móðurmálið, sjálfum sér og öðrum til ánægju.
Ásþór Fannar Hilmarsson, Eva María Helgadóttir og Magnús Smári Andrésson kepptu fyrir hönd Sandgerðisskóla, Sigursteinn G. Símonarson spilaði á trommur á hátíðinni. Nemendur stóðu sig öll frábærlega og voru sjálfum sér og skólanum sínum til mikilla sóma.
Ásþór Fannar var í 2. sæti og óskum við honum innilega til hamingju með árangurinn. Skólarnir í Suðurnesjabæ voru sigursælir í keppninni að þessu sinni en nemendur úr Gerðaskóla voru í 1. og 3. sæti og við óskum þeim einnig innilega til hamingju með árangurinn. Smellið hér til að sjá myndir frá keppninni.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is