- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar á Íslandi er nú haldin í sjöunda sinn í Suðurnesjabæ. Að þessu sinni stendur hátíðin yfir frá 15. desember 2022 til 15. janúar 2023 undir listrænni stjórn Mireyu Samper. Þema hátíðarinnar í ár er „Ljósið“.
Að því tilefni komu þrír listamenn hátíðarinnar sem gestakennarar í myndlistarval til okkar í Sandgerðisskóla. Í valinu fengu nemendur frjálst val um að teikna og eða mála myndir af þeim fimm vitum sem eru í Suðurnesjabæ. Verk nemenda verða til sýnis í húsnæði Byggðasafnsins á Garðskaga frá deginum í dag föstudag, laugardag og sunnudag frá kl. 12:00 – 20:00.
Smellið hér til að sjá fleiri myndir.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is