Ljóðasamkeppni

Á vormánuðum stóð Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst fyrir árlegri ljóðasamkeppni sem kallast Dagstjarnan. Tveir nemendur skólans fengu sérstaka viðurkenningu fyrir ljóðin sín en það eru þau Heiðdís Svala Svavarsdóttir og Henning Smári Helgason úr 4. bekk með þeim á myndinni er Elísabet Kolbrún Eckard umsjónarkennari þeirra. Þegar viðurkenningar voru veittar talaði formaður Hollvinafélagsins um að gaman væri að sjá hve hugur nemenda væri frjór og hugsun þeirra oft þroskuð þrátt fyrir ungan aldur þeirra. 

 Ljóðasamkeppni Ljóðasamkeppni