- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Litla upplestrarkeppnin fór fram á sal Sandgerðisskóla föstudaginn 5. apríl. Nemendur í 4. bekk tóku þátt en hún er undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem haldin er ár hvert í 7. bekk. Meginmarkmið keppninnar er að nemendur þjálfist í að flytja íslenskt mál sjálfum sér og öðrum til ánægju. Nemendur í hljóðfæravali fluttu einnig nokkur lög sem þeir hafa verið að æfa í Tónlistarskólanum í vetur. Foreldrar barnanna og nemendur í 3. bekk hlustuðu á nemendur 4. bekkjar flytja ljóð og lesa sögur sögur fyrir framan hóp af fólki og sýna færni sína í upplestri. Nemendur höfðu æft af kappi frá 16. nóvember sl. fyrir þessa keppni og stóðu allir sig með glæsibrag.
Nemendur fengu síðan viðurkenningaskjal fyrir þátttöku í keppninni
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is