- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Listgreinadeginum var gert hátt undir höfði í gær en dagurinn er byggður á Sjónlistardeginum sem er samnorrænn viðburður þar sem sjónum er beint að mikilvægi myndlistarkennslu og þá einkum og sér í lagi kennslu barna og ungmenna. Tilefnið er nýtt til að útbreiða fagnaðarerindi myndlistarinnar með útgáfu á hugmyndum og verkefnum sem geta nýst kennurum á öllum skólastigum. Í ár var þemað fjaðrir og gerði hver og einn bekkur sinn draumafangara, nemendur höfðu gaman af því að vinna við þetta verkefni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Smellið hér til að sjá fleiri myndir
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is