Listasaga hjá 7.FS

Krakkarnir í 7. FS hafa verið að grúska í listasögu og um daginn fræddust þau um Forn-Egypta og hvernig menning þeirra hefur haft áhrif í mannkynssögunni þar á meðal í kvikmyndagerð. Þau kynntu sér fagurfræði Forn-Egypta og lærðu um klassísk mótíf og fyrstu skráðu ströngu teiknireglurnar á bakvið líkamsteikningar. Tónlistamyndbandið Walk like an Egyptian með hljómsveitinni Bangles var spilað í tímanum og hristi hópinn upp bæði tímalega séð og tónalega séð. Þau skoðuðu híró-glífur og lærðu að skrifa nafnið sitt með þeim. Þá var verkefni tímans að teikna sjálfsmynd í anda Forn-Egypta og merkja hana með híróglífum. Einnig var í boði að leysa orðarugl, þar sem nöfnum guða og gyðja Forn-Egypta er leynt með hefðbundnum vestrænum bókstöfum. Lagðist tíminn vel í hópinn, þriggja stjörnu tími, þar sem allir náðu að blómstra!