- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Lestrarátak Grunnskólans í Sandgerði er í fullum gangi þessa dagana og verður til 20. febrúar. Að þessu sinni er indíánaþema. Nemendur lesa í lágmark 15 mínútur á dag í skólanum og 15 mínútur á dag heima hjá sér. Þeir skrá mínúturnar í indíánabókina sína og safna þannig mínútum, við lok átaks fara nemendur svo í lestrarpróf. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru margir duglegir höfðingjar að lesa í skólanum. Dagana fyrir hátíðina búa nemendur til indíánahöfuðbönd í skólanum með fjöðrum þar sem þeir fá eina fjöður fyrir hverja 60 mínútur sem þeir lesa (nemendur í 1. 3. bekk fá fjöður fyrir hverja 30 mínútur).
Lokahátíð lestrarátaksins verður á sal skólans 26. febrúar kl. 10.25, þar verða veittar viðurkenningar fyrir mestar framfarir og áhugsemi og dugnað. Á lokahátíðina mæta nemendur með indíánahöfuðböndin sín og í indíánafötum ef þeir eiga.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is