Lestrarátak Ævars vísindamanns

Nú er Ævar Þór leikari, höfundur og vísindamaður að  byrja með lestrarátak fyrir börn í 1. - 7. bekk og stendur þetta lestrarátak yfir frá 1. október 2014 - 1. febrúar 2015. Eins og með önnur lestrarátök þá snýst þetta átak um að lesa.  Þegar nemendur hafa lesið 3 bækur þá fylla þeir út miða, sjá meðfylgjandi miða, sem kennari eða foreldri kvitta undir og svo setja þau þennan miða í kassa sem verður á bókasafninu hér í skólanum.  Í þessu átaki má lesa hvaða bækur sem er hvort sem það er alfræðiorðabók, teiknimyndasaga, ævintýrabók eða lestrarbók úr skólanum. Þetta má vera svakalega þykk bók eða bók sem er stutt, bók á íslensku eða útlensku. Kíkið á heimasíðu Ævars en þar er ýmislegt sem tengist átakinu ásamt fleiru.  Í febrúar verða svo dregin út verðlaun, sjá nánar á heimasíðunni. http://www.visindamadur.com/#!lestraratak/cypb Hvetjið endilega börnin ykkar til að taka þá því við verðum betri í lestri með því lesa.