- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Sumarlestur fyrir börn á grunnskólaaldri, sem eru að verða læs eða eru læs, á Bókasafni Suðurnesjabæjar við Suðurgötu í Sandgerði í júní og júlí. Ókeypis þátttaka. Skráning á Bókasafni Suðurnesjabæjar frá 1. júní. Það má skrá sig og hefja þátttöku hvenær sem er á tímabilinu júní til júlí.
Við skráningu fá börnin veggspjald. Í hvert sinn sem þau skila bók eða lesa bók á safninu, fá þau límmiða til að líma á veggspjaldið. Á veggspjaldinu eru 8 lönd sem börnin ferðast á milli. Eyjarnar eru með eftirfarandi þema í myndefni:
1. Spenna/hryllingur (hér er líka t.d. ráðgátubækur)
2. Grín og gaman
3. Fantasía (galdrar, drekar, tröll, álfar og önnur yfirnáttúruleg fyrirbæri)
4. Dýrin
5. Íþróttir
6. Vísindi/tækni
7. Fyrir langa, langa löngu (bækur sem gerast í gamla daga, víkingar, norræn eða grísk goðafræði, riddarar, sveitin)
8. Teiknimyndasögur
Góða skemmtun í sumarlestri krakkar í Suðurnesjabæ.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is