Laxnessfjöðrin

Grunnskólinn í Sandgerði tók þátt í verkefninu Laxnesfjöðrin nú í vor. Nemendur í 9. bekk í nokkrum skólum á Suðurnesjum skiluðu inn ritlistarverkefnum og mættu til lokahátíðar í Stapa í liðinni viku. Þar veitti frú Vigdís Finnbogadóttir þeim nemendum sem urðu hlutskarpastir verðlaun, sjálfa Laxnessfjöðrina. Valið var erfitt en Svanfríður Á. Steingrímsdóttir hlaut verðlaunin í okkar skóla fyrir sitt ritverk.

 

Samtök móðurmálskennara buðu grunnskólum á Suðurnesjum að taka þátt í verkefni um sköpun í rituðu máli.

Verkefnið fólst í því að bjóða nemendum í 9. bekk að vinna að ritlistarverkefnum af einhverju tagi ásamt íslenskukennurum sínum. Formverkefnisins var opið þannig að ýmis bókmenntaform s.s. örsögur, smásögur, ljóð, örleikrit, stuttmyndahandrit, blogg, greinar, uppistand eða annað sem nemendur og kennarar þeirra kunnu að finna upp á kom til greina. Aðaláherslan átti að vera á sköpunargleðina.

Hver skóli átti síðan að tilnefna þann nemanda eða hóp sem þótti vera frumlegastur og andríkastur til að hljóta svokallaða Laxnessfjöður sem Erlingur Jónsson myndhöggvari hefur hannað.

Í tengslum við verkefnið var kennurum í viðkomandi skólum upp á þriggja tíma námskeið þar sem þeim verða kynntar ýmsar aðferðir við kennslu í ritlist.