Laus störf við skólann

Grunnskólinn í Sandgerði óskar eftir að ráða fjölhæft, áhugasamt og skapandi fólk með hæfni í mannlegum samskiptum til starfa. Um er að ræða störf grunnskólakennara, sérkennara, yfirþroskaþjálfa, stuðningsfulltrúa og umsjónarmanns fasteigna. Grunnskólinn er Heilsueflandi grunnskóli og vinnur eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Leiðarljós skólans eru vöxtur, virðing, vilji og vinátta og endurspeglast þau í daglegu starfi skólans. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að setja sig inn í starfshætti skólans og geta hafið störf sem fyrst. Alls eru  255 nemendur í 1.-10. bekk í Sandgerði. Eftirfarandi störf eru í boði: *Umsjónarkennsla á yngsta stigi (grunnskólakennarar) *Þjálfun, umsjón og stoðkennsla í námsveri fyrir einhverfa (þroskaþjálfi) *Dönskukennsla á mið- og unglingastigi *Staða sérkennsla á unglingastigi *Starf stuðningsfulltrúa sem vinnur náið með nemendum og styður við nám þeirra og félagslega þátttöku. Mikilvægt er að umsækjendur hafi reynslu af kennslu og starfi með börnum. *Verkefnisstjóri og umsjónarmaður eigna skólans. Formleg iðnmenntun kostur sem og reynsla á sviði umsjónar með fasteignum. Áhugi og metnaður fyrir vinnu með börnum á grunnskólaaldri skilyrði. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá okkur. Umsóknarfrestur er til og með 12. desember 2016. Umsóknir og ferilskrá skal senda á netfang skólastjóra: holmfridur@sandgerdisskoli.is Nánari upplýsingar veita: Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri holmfridur@sandgerdisskoli.is  og Elín Yngvadóttir, aðstoðarskólastjóri eliny@sandgerdisskoli.is eða í síma 420-7550.