Landsmót Samfés var haldið um helgina

Um helgina var Landsmót Samfés haldið á Akranesi. Yfir 400 unglingar voru þar saman komin frá hinum ýmsu félagsmiðstöðvum landsins. Fjölmargar smiðjur voru í boði á laugardeginum og hver og einn unglingur fór í 2 smiðjur sem að hann/hún var búin að velja sér og fóru því í smiðjur fyrir og eftir hádegi á laugardeginum. Þessar smiðjur voru allt frá tónlistarsmiðju, ræðusmiðju, spilasmiðju, instagrömmum-lífið-smiðju og margir aðrir frábærir fyrirlestrar. Á laugardagskvöldinu var svo hátíðarkvöldverður sem endaði með balli. Á sunnudeginum var helginni svo "slúttað" með Landsþingi, þar sem öllum unglingunum er skipt niðurí marga umræðu-hópa og voru þar ýmis málefni rædd, svo sem netníð, einelti, aukin kynlífsfræðsla og margt fleira. Unglingarnir hafa því lært ansi mikið á þessari helgi. Einn úr okkar hópi bauð sig fram og var kosinn í Ungmennaráð Samfés og var það hann Júlíus Viggó Ólafsson. Auk hans voru það Sigríður Ásta Sigurbjörnsdóttir, Kristín Fjóla Theódórsdóttir og Axel Ingi Auðunsson sem voru okkar fulltrúar á Landsmóti Samfés 2014. Ótrúlega flottir krakkar sem voru okkur öllum til sóma