,,Lærum af fortíðinni og horfum til framtíðar“

Grunnskólinn í Sandgerði er í tveimur spennandi Comeniusar verkefnum þessa stundina.

Annað verkefnið er samstarfsverkefni fimm skóla frá fimm löndum. Löndin eru Ísland, Noregur, Spánn, Wales og Þýskaland.

Verkefnið heitir ,,Lærum af fortíðinni og horfum til framtíðar“.


Verkefnið hófst núna á haustdögum á samkeppni um merki (logo) verkefnisins. Eitt merki komst áfram í keppninni fyrir hönd skólans okkur og er hægt að kjósa um merkin á heimasíðu verkefnisins:http://pastfuturedays.weebly.com/.


Á heimasíðunni munu einnig verða birtar myndir, upplýsingar og fleira frá verkefninu.

Nemendaráð útbjó svo falleg jólakort til hvers lands fyrir sig. Ráðið útbjó kort með enskum texta Jóhannesar úr Kötlu um jólasveinana okkar þrettán og foreldra þeirra, Grýlu og Leppalúða. Okkur bárust svo falleg kort frá samstarfslöndum okkar


Næsta verkefni er síðan að safna pening í Water aid söfnunina, en sú söfnun byggist á því að öll þorp í heiminum hafi aðgang að hreinu vatni. Allar þjóðirnar í verkefninu verða með þrjár fjáraflanir á ári næstu tvö árin þar sem safnað er fyrir vatnsbrunni fyrir börn í í Afríku.

Nemendur grunnskólans bjuggu til engla úr ull, sem verða til sölu á jólabingóinu annað kvöld og kosta 1000 krónur. Foreldrar eða ættingjar geta því styrkt verkefnið með því að kaupa engil af barni sínu eða á bingóinu í kvöld. Engillinn kostar 1000 kr. og fer allur ágóði í Water aid verkefnið.


Markmið með samvinna þessara skóla er þó einna helst, fræðsla og kennsla á mismunandi þjóðdönsum þjóðanna, þjóðaríþróttir, söngvar og margt fleira sem nemendur okkar læra, sýna og senda nemendum hinna landanna í gegnum vefinn. Auk þess sem nemendur okkar kynnast menningarheimi hinna þjóðanna. Stuðst er m.a við fjarkennsla með aðstoð tækninnar (Skype, samskiptasíður, vefsíða, blogg, CD og fleira).


Markmiðið er að kynnast börnum á sama aldri í öðrum menningarheimum og kynna okkar eigin hefðir. Water Aid verkefnið er svo rúsínan í pylsuendanum þ.e að börn í Evrópu þekki aðstæður og lifnaðarhætti barna í Afríku.