- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Í dag kom Páll Valur Björnsson frá Fisktækniskólanum og kynnti skólann fyrir nemendum 10. bekkjar. Hann kynnti fyrir þeim ólíkar námsleiðir, grunnnám sem tekur 2 ár og sérnám t.d í fiskeldi, netagerð, minna skipstjórnarpróf (pungapróf) en þá fá nemendur réttindi til að sigla trillum til veiða. Nemendur fara erlendis í námskynningar, hefur verið farið m.a til Danmerkur og Noregs. Skólinn er staðsettur í Sandgerði Suðurnesjabæ.
Þeir sem hafa hug á að vinna við sjávarútveg og tengdan iðnað eða eru óákveðnir um það hvaða nám ætti að velja ættu að skoða þennan möguleika, fá einingar þaðan metnar í annað nám ef þeir breyta um skóla. Nemendur geta svo farið t.d í nám í Sjávarútvegfræði við Háskólann á Akureyri. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um hvað er í boði hjá Fisktækniskólanum.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is