- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Fimmtudaginn 31. október fengum við góða gesti í grunnskólann í samvinnu við Foreldrafélag Grunnskólans í Sandgerði (FFGS). Þar voru á ferð Sigurlaug Hauksdóttir, Dagbjört Ásbjörnsdóttir og Guðbjörg Edda Hermannsdóttir sem fjölluðu um kynhegðun unglinga og hvert hlutverk foreldra er í umræðu og fræðslu um kynlíf. Fræðslan samanstóð af fyrirlestrum, hópavinnu og umræðum. Mæting nemenda í 7. til 10. bekk og foreldra þeirra var nokkuð góð, uppbyggilegar og fræðandi umræður sköpuðust, fyrirlestrar voru góðir og hópavinna skilaði miklum árangri. Bæði nemendur og foreldrar voru ánægðir með hvernig til tókst og áttu hóparnir góða kvöldstund saman. Vonandi var fræðslan og umræðurnar upphafið að aukinni og áframhaldandi fræðslu og umræðu milli foreldra og barna þeirra.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is