- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Í gær fóru fram krakkakosningar í skólanum. Nemendur í 3.- 10. bekk tóku þátt. Nemendaráð skólans sá um utanumhald á kosningunum og skipaði kjörstjórn.
Krakkakosningarnar eru samstarfsverkefni Umboðsmanns barna og KrakkaRÚV. Með krakkakosningum er börnum gefið tækifæri á að láta í ljós skoðanir sínar á þeim flokkum sem bjóða fram og er það í samræmi við það sem m.a. kemur fram í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsin sbr. lög nr. 19/2013 þar sem segir að börn eigi rétt á að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á samfélagið.
Niðurstöður krakkakosninganna verða tilkynntar í upphafi kosningasjónvarps RÚV að kvöldi kosningadags.
Smellið hér til að sjá fleiri myndir
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is