Kiðlingar í 3. bekk



Við í 3. bekk vorum svo heppinn að fá í heimsókn til okkar tvo kiðlinga. Kiðlingarnir eru úr íslenska geitastofninumog búa á Arnarhóli í Sandgerði. Einn kiðlingurinn er kollóttur og er hann sennilega eina kollótta geitin á suðvesturhorni landsins. Að vera kollóttur er að hafa engin horn. Sumir kæra sig líka kollótta um hitt og þetta :)

Við vorum mjög glöð að fá þessa heimsókn og reyndum eins og við gátum að kenna þeim að lesa en það gekk ekki vel. Kiðlingarnir reynu hins vegar að kenna okkur að hoppa og skoppa um stofuna og það gekk mun betur. 

 

og vitið þið hvað einn kiðlingurinn pissaði á gólfið :) 


Við þökkum kærlega fyrir okkur kæri Sigurjón á Arnarhóli.

Smellið HÉR ef þið viljið sjá fleri myndir af okkur og nýju nemendunum í 3. bekk.