- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
7. FS var svo heppin að fá kennaranemana Jónu og Hrefnu í tvær vikur. Þær fengu að spreyta sig á kennslu 7. bekkjar, þar sem þær voru með námsleiki, þema og þrautir.
Nemendum þótti gaman að hafa þær og þökkuðu þeim vel fyrir samstarfið.
Þegar þær spurðu nemendur um hvað þær þyrftu að gera til að vera góður kennari, sátu nemendur ekki á svörunum.
Nemendur nefndu t.d.:
Að kennaranum á að þykja vænt um nemendur sína
Að kennarinn á að hlæja og brosa
Að kennarinn á ekki að reiðast ef einhver leiðréttir og þannig alltaf hafa rétt fyrir sér
Að kennarinn geti útskýrt betur en bókin
Að kennarinn sé strangur án þess að öskra
Nemendur enduðu daginn með kennaranemum á að sýna þeim hvernig eigi að fara á snjóboltastríð án þess að meiða hvort annað.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is