- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Litlu jólin hjá 1.- 10. bekk voru haldin í dag föstudaginn 20.desember. Nemendur komu saman á sal skólans þar sem dansað var í kringum jólatré við frábært undirspil starfsmannahljómsveitar skólans og tónlistarskólans. Hljómsveitina skipa: Hlynur Þór, Arnór, Smári, Halldór, Óli Þór og Sveinbjörn, við þökkum þeim kærlega fyrir.
Í gær var jólaskemmtun hjá 1. – 6. bekk á sal skólans, þar sem nemendur sungu og léku fyrir samnemendur, foreldra og starfsfólk.
Nemendur í 5. og 6. bekk fluttu frumsamið lag, Piparkökuhús - Jól í Sandgerði ásamt tónlistarkennara sínum, Arnóri Sindra Sölvasyni. Hver nemandi lagði sitt af mörkum með því að búa til hugarkort um jólin og skrifa lagatexta. Í framhaldinu var raðað saman textunum með aðstoð kennarans og samið nýtt jólalag sem passaði við textann. Fréttinni fylgir myndband og texti lagsins, sjá hér.
Sjá fleiri myndir hér
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is