Jólaskemmtun og litlu jólin

Litlu jólin hjá 1.- 10. bekk voru haldin í dag föstudaginn 20.desember. Nemendur komu saman á sal skólans þar sem dansað var í kringum jólatré við frábært undirspil starfsmannahljómsveitar skólans og tónlistarskólans. Hljómsveitina skipa: Hlynur Þór, Arnór, Smári, Halldór, Óli Þór og Sveinbjörn, við þökkum þeim kærlega fyrir. 

Í gær var jólaskemmtun hjá 1. – 6. bekk á sal skólans, þar sem nemendur sungu og léku fyrir samnemendur, foreldra og starfsfólk.  

Nemendur í 5. og 6. bekk fluttu frumsamið lag, Piparkökuhús - Jól í Sandgerði ásamt tónlistarkennara sínum, Arnóri Sindra Sölvasyni. Hver nemandi lagði sitt af mörkum með því að búa til hugarkort um jólin og skrifa lagatexta. Í framhaldinu var raðað saman textunum með aðstoð kennarans og samið nýtt jólalag sem passaði við textann. Fréttinni fylgir myndband og texti lagsins, sjá hér.

Jólaskemmtun Litlu jólin  Litlu jólin  Litlu jólin

Sjá fleiri myndir hér