Jólaskemmtun

Jólaskemmtun Sandgerðisskóla var haldin hátíðleg í dag, en að þessu sinni var hún rafræn og sýnd inní kennslustofum nemenda. Í hádeginu var svo hátíðarmatur fyrir nemendur og starfsfólk.

Hér er hægt að horfa á jólaskemmtun 1. – 6. bekkjar, þar sem bekkir syngja og skólakórinn tekur tvö lög. Fjórir nemendur úr 6. bekk sáu um að kynna á milli atriða.

Við í Sandgerðisskóla óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum samfylgdina á árinu.