Jólabakstur í 1. - 5. bekk.


Krakkarnir í 1.-5. bekk hafa undanfarna daga verið að baka jólakökurnar sínar. Það hefur verið gaman hjá okkur.

Við höfum hlustað á jólatónlist og rætt um jólin. Krakkarnir hafa verið dugleg og áhugasöm.

2. bekkur ætlar að deila með ykkur uppskriftinni sinni svo þið getið átt notalega stund og búið til jóla-kókósgaldrakúlur.

 

JÓLAKÓKÓSGALDRAKÚLUR

100 g smjör

3 dl haframjöl

1 ½ dl kókósmjöl

1 ½ dl flórsykur

1 tsk vanillusykur

2 msk kakó

1 msk vatn

1/2-1 dl dökkt súkkulaði (má sleppa)

 

Aðferð:

Blandið öllu saman í skál og hnoðið saman.

Búið til kúlur úr deiginu og veltið upp úr kókósmjöli.

Kælið kúlurnar.

Gleðileg Jól.


Smellið HÉR til að skoða fleiri myndir af okkur.