- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Vinnuferlið við gerð jafnréttisáætlunar
Í byrjun var mikilvægt að gera þarfagreiningu innan skólans og kanna hjá starfsfólki hvort og þá hvernig lögum um jafnrétti kynjanna hafði verið framfylgt. Í Grunnskólanum í Sandgerði starfa 49 starfsmenn, þar af 27 kennarar en nemendur þar eru nú 220 talsins. Við kölluðum starfsmannahópinn saman, kynntum lögin, sérstaklega greinar 19 22 og greinar 23 og 28 þar sem þær eiga við í mennta- og uppeldisstofnunum, auk orðskýringa laganna. Að kynningu og umræðum loknum lögðum við sérútbúin þarfagreiningarblöð fyrir í hópinn. Eyðublöðin sem við notuðum voru lögð fyrir þannig að tveir hópar svöruðu hverjum spurningapakka og var það gert til þess að fá breiða svörun sem væri lýsandi fyrir vinnustaðinn. Mikill samhljómur var í svörum starfsmanna. Vinnan skilaði góðum árangri, vitundarvakningu hjá starfsmönnum, fræðslu sem vonandi skilar sér einnig til nemenda og áætlunin sjálf leit dagsins ljós á haustdögum, eins og áður sagði.
Jafnréttislögin
Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr.
10/2008, á að gilda jafnrétti á Íslandi. Markmið laganna er að koma á og
viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu
kynjanna á öllum samfélagssviðum. Markmiðið er einnig að allir einstaklingar
óháð kyni eigi að hafa jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska
hæfileika sína.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is