Íþróttamaraþon 10. bekkjar

Nemendur 10. bekkjar mættu í íþróttahúsið fimmtudaginn 9. apríl. kl. 22:00. Það var ekki setið auðum höndum og strax farið í blak. Skipst var á að keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum en vel var gætt að orkan héldist góð með því að borða ávöxt á tveggja tíma fresti.

Fyrstu klukkutímana var mikil orka og allir skemmtu sér vel en þegar líða tók á mátti sjá þreytt andlit og þráðurinn hjá sumum orðinn styttri en ella. Þá var farið í göngutúr til að fá smá súrefni og hressa sig við. Þegar aðrir nemendur skólans mættu í skólann kl. 8:15 voru 10. bekkingar enn að sprikla en þó var töluverður munur á ferskleika og sprettum en þegar hópurinn byrjaði kvöldið áður. Endað var á að fara í slökun og heita pottinn. Rétt fyrir hádegi föstudaginn 10. apríl skriðu þreyttir en sáttir nemendur heim í hlý og góð ból. Kveðja Fjölmiðlaval