Ingibjörg Fríða með gull, silfur og brons á Ólympíuleikunum

Ingibjörg Fríða Margeirsdóttir úr 10. BB fór með ÍF (íþróttasambandi fatlaðra) til Antverpen í Belgíu að keppa í sundi á Special Olympics 2014. Hún æfir sund með íþróttafélaginu NES í Reykjanesbæ. Hún vann til þriggja verðlauna, fékk gull í baksundi, silfur í skriðsundi og brons í liðakeppni. Glæsilegur árangur hjá Ingibjörgu. Fleiri frá Íslandi unnu til verðlauna og þar á meðal nokkrir frá Reykjanesbæ. Við óskum Ingibjörgu hjartanlega til hamingju með frábæran árangur.