Hrekkjavökubekkjarkvöld hjá 9. bekk

Nemendur og foreldrar 9. bekkjar hittust stuttu fyrir hrekkjavöku á bekkjarkvöldi. Þemað kvöldsins var myndakvöld og kökukeppni.  Nemendum var skipt upp í handahófskennda fjögurra manna hópa og áttu nemendur að hittast og baka köku í hrekkjavökustíl. Umsjónarkennarar og foreldrar ræddu um næstkomandi verkefni bekkjarins á meðan nemendur horfðu á myndir og myndbönd úr ferð bekkjarins til Slóvakíu fyrr um haustið. Foreldrar settu sig svo í dómaragírinn völdu bragðbestu og flottustu kökuna.  Kvöldinu lauk svo með þegar allir voru búnir að fá sér smakk og spjalla saman.