Hræðilegt bekkjarkvöld 8. bekkjar

8. bekkurinn kom saman í annað sinn á þessu skólaári á bekkjarkvöldi í gær. Þemað á kvöldinu var kökukeppni í hrekkjavökustíl. Nemendum var raðað í hópa eftir tengslakönnun og áttu hóparnir að hittast, ákveða útlit og baka saman köku. 

Foreldrar mættu að sjálfsögðu á kvöldið og voru dómarar í keppninni og var dæmt út frá bragði og útliti. Eftir smakk, samveru og spjall var farið í létt Kahoot. Kvöldið var vel heppnað og mæting góð.

Hér má sjá myndir af meistaraverkunum.