Hjólakraftur í Sandgerði og Garði

Tólf hressir krakka úr Sandgerði og Garði taka nú þátt í verkefninu Hjólakrafti(link is external). Verkefnið sem er samstarfsverkefni forvarnarhópsins Sunnu, grunnskólanna í Garði og Sandgerði og Hjólakrafts, fór af stað föstudaginn 15. apríl sl. Forsvarsmaður verkefnisins Þorvaldur Daníelsson ásamt Ólafi J. Stefánssyni hitta nemendur tvisvar sinnum í viku fram á vorið og hjóla um Suðurnesin. Í sumar heldur verkefnið svo áfram og stefnir hópurinn m.a. á að taka þátt í nokkrum hjólreiðakeppnum en þar ber hæst að nefna WOW cyclothon kjólreiðakeppnina sem fer hringinn í kringum landið. Verkefnið Hjólakraftur hófst sumarið 2012 hjá stuðningsfélaginu Krafti(link is external) sem úrræði til að koma börnum með krabbamein út í hreyfingu. Strax næsta sumar fór Kraftur í samstarf við  Heilsuskóla Barnaspítala hringsins(link is external) og bættu í hópinn ungmennum sem þjáðust af lífstílstengdum sjúkdómum. Eftir að hafa séð hvað verkefnið gerði fyrir þau börn ákvað Þorvaldur Daníelsson, eigandi verkefnisins, að efla verkefnið og er nú kominn í samstarf við all nokkra grunnskóla með það að markmiði að koma ungmennum út í skemmtilega hreyfingu, markmiðasetningu og í uppbyggilega vinnu með sjálfsmynd sína. Forsvarsmenn verkefnisins í Garði og Sandgerði, nemendur og foreldrar binda miklar vonir við samstarfið, sem fer vel af stað og beina því jafnframt til ökumanna á svæðinu að fara varlega í umferðinni og sýna öllum hjólreiðamönnum sérstaka tillitssemi við aksturinn.