Heimsókn í Nýfisk

Við höfum verið að læra um hafið, fjöruna, bátana og fiskvinnsluhús í 3. bekk. Af því tilefni sóttum við um að fá að koma og skoða aðstæður í fiskvinnuhúsinu Nýfisk hér í bæ. Ein móðir í hópnum sá um skipulagningu með kennaranum og var ákveðið að fara í dag. Í Nýfisk tóku þær Katrín verkstjóri og Ína gæðastjóri á móti okkur nemendum fannst mikið til þess koma að tveir stjórar tóku á móti okkur. Við vorum leidd í gegnum alla vinnsluna og var það mjög áhugavert og gaman fyrir okkur að fá að sjá fiskinn verða að afurð. Það var sérlega gaman hve vel var tekið á móti okkur af starfsfólki vinnslunnar hvort sem það voru stjórar eða annað starfsfólk en hvar sem við komum var brosandi fólk sem vildi allt fyrir okkur gera. Við kunnum starfsfólki Nýfisks innilegt þakklæti fyrir þolinmæðina og tækifærið til að koma og skoða.

Smellið HÉR til að skoða fleiri myndir af okkur.


?xml:namespace>