- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Í dag var nemendum úr 1. bekk boðið á Byggðasafnið á Garðskaga. Farið var með rútu sem var mikið sport. Á Byggðasafninu var vel tekið á móti okkur og fengu nemendur fræðslu um gamlar jólahefðir og skemmtilega kynningu á íslensku jólasveinunum og jólakettinum. Nemendur fengu að prufa að tala í skífusíma sem þeim þótti mjög athyglisvert. Í lokin voru börnin leyst út með góðgæti, allir skemmtu sér vel og voru nemendur til fyrirmyndar. Við þökkum Byggðasafninu fyrir gott boð.
Smellið hér til að sjá fleiri myndir
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is