Heimanámsaðstoð

Nemendum í 1.- 4. bekk er boðin aðstoð við heimanám. Kennari sér um að aðstoða nemendur við heimanámið á þriðjudögum kl.13:25-14:05. Foreldrar eða kennarar í samráði við foreldra, þurfa að sækja sérstaklega um aðstoðina. Heimanámsaðstoð er endurgjaldslaus. Aðstoðin getur náð yfir ákveðið tímabil eða heila önn. Heimanámið er hugsað sem stuðningur við nemendur, þar fer ekki fram sérkennsla eða gæsla og ekki sjálfgefið að allir nemendur ljúki heimanámi í skólanum. Einnig er rétt að geta þess að þegar nemandi hefur lokið sínu námi þá fer hann heim. Mikilvægt er að foreldrar láti barnið/börnin sín lesa heima.

Umsóknareyðublaðið er hægt að nálgast hér eða í Eyðublöð á forsíðunni.