Heilsuvika í Sandgerði, bolludagur og öskudagur

Vikan 3. – 7. mars er heilsuvika í Sandgerði. Við í Grunnskólanum munum að sjálfsögðu taka þátt í henni með fjölbreyttri umfjöllun um heilsu, hreyfingu, matarræði og lífstíl.

Á mánudag er bolludagur og þann dag eru nemendum að sjálfsögðu heimilt að koma með bollur með sér í nesti.

Á öskudaginn, miðvikudaginn 5. mars, er skertur dagur í skólanum og allir mega vera í búningum en án allra vopna. Nemendur mæta samkvæmt stundatöflu, fara ekki í sund eða leikfimi en annars er hefðbundin kennsla frá kl. 8:15 og fram að matartíma kl. 11:25. Þá fá nemendur léttan hádegisverð; samloku, safa og ávöxt. Nemendum er frjálst að borða í skólanum eða taka matinn með sér í nesti. Skóladegi nemenda er lokið um hádegi. Skólasel opnar kl. 11:55.

Félagsmiðstöðin Skýjaborg stendur fyrir dagskrá í tilefni öskudagsins. Sú dagskrá verður nánar auglýst á heimasíðum félagsmiðstöðvarinnar og Sandgerðisbæjar.