Halloween dýrabók

Nemendur í 7. bekk hafa undanfarin misseri verið að fræðast um hina ýmsu flokka dýra í náttúrufræði. Í lok lotunnar valdi hvert og eitt þeirra sér eitt dýr/dýrategund og urðu þau sérfræðingar í því. Nemendur bjuggu svo til fræðibækur um dýrin í tölvunum sínum og prentuðu þær út.

Í dag lásu höfundar bækur sínar fyrir vinabekkinn sinn, 2. bekk. Þannig fengu nemendur tækifæri til að miðla þekkingu sinni til þeirra yngri. Eins og sjá má á myndunum var hópurinn í heild til fyrirmyndar og hlustuðu yngri nemendur á þau eldri af miklum áhuga.

Halloween dýrabók Halloween dýrabók

Halloween dýrabók Halloween dýrabók 

Smellið hér til að sjá fleiri myndir