Hallgrímur Pétursson 400 ára - 6. bekkur las fyrir 1. bekk

Vikuna 6. - 11. október var tileinkuð 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar. Í Grunnskólinn í Sandgerði eru vinabekkir, þar sem eldri árgangur og yngri árgangur hittast reglulega. 1. og 6. bekkur eru vinabekkir og notaði því 6. bekkur tækifærið og kíkti í heimsókn til 1. bekk til að fræða þau um Hallgrím Pétursson. Nemendur lásu einnig upp Heilræðavísu Hallgríms. Að lokum leiddust allir upp í Safnaðarheimili þar sem vel var tekið á móti bekkjunum.