Grunnskólakennari óskast

Hjarta-og-þakklætiVið Grunnskólann í Sandgerði vantar áhugasaman grunnskólakennara sem vill taka þátt í uppbyggilegu og metnaðarfullu starfi. Um er að ræða umsjón með bekk á miðstigi. Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af kennslu og starfi með börnum. Sé tilbúinn til samstarfs og hafi vilja og metnað til að ná árangri. Leiðarljós skólans eru vöxtur, virðing, vilji og vinátta og endurspeglast þau í daglegu starfi skólans. Skólinn starfar eftir hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar og er Heilsueflandi skóli. Viðkomandi grunnskólakennari þarf að vera tilbúinn að setja sig inn í starfshætti skólans og geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 4. janúar 2016. Nánari upplýsingar veitir: Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, skólastjóri fanney@sandgerdisskoli.is og Elín Yngvadóttir, aðstoðarskólastjóri eliny@sandgerdisskoli.is