- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Í tilefni heilsuviku Sandgerðisskóla og Suðurnesjabæjar fengu nemendur í valinu ,Gordon Ramsey hvað” það verkefni að búa til sitt eigið kjúklingasalat sem síðan yrði að sjálfssögðu dæmt eftir bragði og framsetningu. Það sem gerði keppnina þó einstaklega spennandi hjá nemendum þessa vikuna er að vinningssalatið myndi fara á matseðil hjá fyrirtækinu Green salad Story og í sölu út októbermánuð. Skólinn var ótrúlega lánsamur að fá hana Ilona Szymajda eiganda fyrirtækisins með sér til leiks um samstarf og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.
Green salad Story er veisluþjónusta staðsett í Sandgerði (Suðurnesjabæ) og býður upp á ferskan, fjölbreyttan og hollan mat sem hægt er að panta inn á heimasíðu fyrirtækisins. Nú geta því allir pantað sér sjálft sigur salatið sem ber heitið ,,Vinnings kjúklingasalat“ og er eftir þau Elísabetu Kristínu Ásbjörnsdóttir, Arthur Lúkas Soffíuson og Isak Snæ Elfarsson, auk annarra hollra veitinga.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var spennan mikil, flottir nemendur að verki og girnileg salöt í boði fyrir dómnefndina.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is