- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Eins og flestir þekkja hefur tíðkast að eldri árgangar nemenda úr grunnskólum hittist og gert sér glaðan dag saman, þá jafnan þegar fermingarafmæli standa á heilum eða hálfum tug. Hópar sem útskrifast hafa úr Grunnskólanum í Sandgerði kíkja þá oftar en ekki við í gamla skólanum sínum, rifja upp gamlar minningar og skoða sig um. Nú í vor hafa nokkrir hópar lagt leið sína í skólann. Hópurinn sem kíkti við laugardaginn 17. maí var að halda uppá að hvorki meira né minna en 50 ár eru frá því ferming þeirra fór fram Hvalsnesi. Glæsilegur hópur sem stillti sér upp í einni af elstu kennslustofum skólans.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is